Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Borðtenniskona og borðtennismaður ársins 2013

02.01.2014

Eva varð fyrst Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna árið 1995 og hefur frá þeim tíma unnið marga titla í íþróttinni, bæði hér heima og erlendis og verið mikilvægur hlekkur og leiðtogi í íslenska kvennalandsliðinu.  Eftir að hafa dvalið erlendis í nokkurn tíma sneri hún aftur til Íslands árið 2010 og hefur frá þeim tíma æft og keppt á Íslandi.  Er hún núverandi Íslandsmeistari kvenna í einliða- og tvíliðaleik auk þess sem hún varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna með liði sínu Víkingi.  Á þessu ári keppti Eva á Smáþjóðaleikunum í Lúxembourg og var þar landi sínu til sóma.  Leikur hennar er fastur og ákveðinn.  Er hún traust og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn bæði utan sem innan vallar og frábær liðsfélagi.

Magnús hefur um árabil verið burðarás í íslenska karlalandsliðinu og á þessu og síðasta ári leiðtogi hópsins á Evrópumóti og Heimsmeistaramóti í einstaklingskeppni.  Var hann íslenska karlalandsliðinu sérstaklega mikilvægur á síðasta heimsmeistaramóti í liðakeppni þar sem hann vann marga mikilvæga leiki fyrir lið sitt.  Magnús er jafnframt margfaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik og samfellt frá árinu 2008.  Einnig varð hann á síðustu leiktíð Íslandsmeistari í 1. deild karla með liði sínu Víkingi auk þess sem hann var sigursælasti leikmaðurinn á alþjóðlega Arctic mótinu sem haldið var á Íslandi í júlí síðastliðnum.  Hefur leikstíll hans síðustu misseri orðið stöðugri en jafnframt grimmari.  Er framkoma hans og stíll, sem og nálgun gagnvart íþróttinni, hvort heldur á æfingum eða í keppni yngri leikmönnum til eftirbreytni.

Myndir með frétt