Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Akstursíþróttakona og Akstursíþróttamaður ársins 2013

02.01.2014

Elsa Kristín er einn besti aðstoðarökumaður landsins og mikil fagmanneskja. Hún getur sest í bíl með hvaða ökumanni sem er. Til að vera góður aðstoðarökumaður í rally þarf mikinn undirbúning og andlegan styrk. Elsa hefur sérlega gott lag á að finna réttan takt með ökumanni.  Elsa Kristín var fyrsta íslenska konan sem keppti erlendis, árið 2002 í rally í Belgíu.

Elsa fær tilnefningu fyrir árangur til margra ára. Alltaf brosandi og til í að hjálpa og taka þátt í öllu. Elsa byrjaði 15 ára gömul sem aðstoðarökumaður hjá föður sínum. Hún hefur síðar verið aðstoðarökumaður hjá mörgum öðrum ökumönnum og skilar sér nánast alltaf í mark.   Í sumar náði Elsa 4. sæti í Suðurnesjarallinu og tók þátt í Rally Reykjavík.

Ólafur Bragi keppir í Torfærunni í flokki sérútbúinna bíla (Unlimited Class). Hann hóf keppni fyrst árið 2006 á bíl sínum “Refnum” og lauk þá keppnistím abilinu í 6. sæti. Ári síðar mætti hann og endaði í 2. sæti og hampaði svo sínum fyrsta Íslandsmeistaratitili árið 2008. Ólafur varð Íslandsmeistari í flokki útbúinna jeppa í sandspyrnu árið 2010 og 2011. Ólafur Bragi var Íslandsmeistari í torfæru 2011.

Ólafur Bragi mætti í síðustu tvær keppnir 2012 og vann þær báðar og tryggði sér þannig sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í torfæru í röð.

Ólafur Bragi varð annar í íslandsmótinu í ár og náði þeim frábæra árangri að verða Norður-Evrópumeistari í torfæru. Titlinum landaði Ólafur í Skien í Noregi síðasta sumar.

Myndir með frétt