Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Handknattleiksfólk ársins 2012

28.12.2012

Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins eru Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val og Aron Pálmarsson, Kiel í Þýskalandi

Guðný Jenný er 30 ára, fædd 28 febrúar 1982. Guðný Jenný kemur frá Fjölni  upphaflega og fer þaðan í ÍR og síðan Hauka. Þá hefur hún reynt fyrir sér erlendis. Hún tók sér síðan frí frá handbolta og eignaðist tvö börn. Guðný Jenný byrjaði aftur í handboltanum og gekk til liðs við Val 2010 og hefur verið lykilleikmaður hjá kvennaliði Vals. Guðný Jenný hefur verið Íslandsmeistari með Val árin 2010, 2011 og 2012. Þá varð hún bikarmeistari með Val 2012. Guðný Jenný leikur stöðu markvarðar og hefur verið aðalmarkmaður landsliðsins frá miðju ári 2011 og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Guðný Jenný hefur spilað 39 A-landsleiki og skorað 1 mark. Þá á hún að baki 13 landsleiki með U-21 landsliði kvenna.

Aron Pálmarsson handknattleiksmaður er 22 ára gamall, fæddur 19. júlí 1990. Aron er alinn upp í FH og lék þar alla yngri flokkana. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og hefur verið að festa sig í sessi með betri leikmönnum þýsku deildarinnar. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Þá var hann lykilmaður í landsliðinu þegar það lék til bronsverðlauna á EM 2010 og var lykilmaður í landsliðinu á síðustu Ólympíuleikum. Aron hefur leikið 65 A landsleiki og skorað í þeim 223 mörk. Þá lék hann 13 leiki með u-21 ára landsliði karla og skoraði í þeim 56 mörk og 34 leiki með u-18 ára landsliði karla og skoraði í þeim 158 mörk.