Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Frjálsíþróttafólk ársins 2012

28.12.2012

Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttamaður ársins eru Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki

Ásdís setti nýtt Íslandsmet í undankeppni Ólympíuleikanna í London þegar hún kastaði spjótinu 62,77 m. Ásdís hafnaði síðan í 11.sæti í úrslitakeppninni sjálfri. Á Evrópumeistaramótinu í Helsinki varð hún í 13.sæti.

Kári Steinn varð í 42. sæti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar. Hann var einnig í 2. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km hlaupi.