Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Dansarar ársins 2012

28.12.2012

Dansarar ársins eru Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar

Sigurður og Sara eru bæði fædd árið 1992 og hafa dansað saman síðan árið 2000. Þau eru sannarlega vel að tilnefningunni komin.
Þau urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar á árinu 2012 og unnu sér rétt til að fara á þau þrjú heimsmeistaramót sem í boði voru. Þau urðu einnig bikarmeistarar í latin dönsum.
Þau hafa verið á faraldsfæti síðustu mánuði við að keppa fyrir Íslands hönd, í Noregi, Svíþjóð, Ástralíu, Spáni, Danmörku, Austurríki og næstkomandi helgi verða þau að keppa í Lettlandi.
Sigurður og Sara eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur danspör, hvort sem er við þjálfun eða ástundun.