Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Borðtennisfólk ársins 2012

28.12.2012

Borðtenniskona og borðtennismaður ársins eru Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi og Guðmundur Stephensen, Víkingi/Zoetermeer.

Lilja Rós varð á síðasta ári Íslandsmeistari kvenna og einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Evu Jósteinsdóttur. Lilja Rós sigraði í einliðaleik í 10. skiptið og jafnaði þar með árangur Ragnhildar Sigurðardóttur, sem varð Íslandsmeistari tíu sinnum á árunum 1978-1990. Einnig varð Lilja Íslandsmeistari í deildarkeppninni með liði sínu Víkingi.

Guðmundur varð á síðasta ári Íslandsmeistari í 19. sinn.  Einnig varð hann Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla með Magnúsi K. Magnússyni og í tvenndarleik með Evu Jósteinsdóttur. Eins og árið áður lék hann einnig í hollensku úrvalsdeildinni með liði sínu Zoetermeer  en Guðmundur stóð sig frábærlega með liðinu ,  léku þeir til úrslita um Hollandsmeistaratitilinn en urðu að láta sér nægja      2. sætið. Liðið komst í 16 liða úrslit Evrópukeppni félagsliða en liðið hafði áður unnið alla leiki sína í tveimur undanriðlum. Sem þjálfari leiddi hann A lið Víkinga til sigurs í 1. deild karla.