Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Við erum stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag!

14.05.2021

 

Skautafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi sínum miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn.  Allar deildir félagsins eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ, íshokkídeild, listhlaupadeild og krulludeild.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formönnum deilda og aðalstjórnar viðurkenningar í upphafi aðalfundarins.  Á myndinni eru frá vinstri, Davíð Valsson stjórnarmaður í krulludeild, María Indriðadóttir formaður listhlaupadeildar, Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar, Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður Skautafélagsins, Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar.

"Við erum stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag og uppfylla þau skilyrði sem íþróttahreyfingin á Íslandi setur okkur en þau endurspegla einnig gæðakröfur sem við gerum okkur sjálf í Skautafélaginu" segir Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar.

Allar upplýsingar um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.