Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Ársskýrsla ÍSÍ 2021

06.05.2021

75. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á morgun 7. maí og verður þingsetning kl. 16:00. Þingið verður fjarþing og er það í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem þingið er haldið í því formi.

Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 222 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa. Einnig mega þau íþróttahéruð sem eiga einungis rétt á einum þingfulltrúa tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til að sitja þingið. Áheyrnarfulltrúar eru aðeins með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Töluverð tæknivinna fylgir því að halda svo stóran viðburð sem fjarviðburð og hefur ÍSÍ fengið Advania til að annast tæknimálin á þinginu. 

Í tengslum við þingið hefur ÍSÍ gefið út Ársskýrslu ÍSÍ 2021. Skýrslan er góð heimild um starf ÍSÍ á milli Íþróttaþinga, sem haldin eru annað hvert ár og í henni er m.a. að finna ársreikninga ÍSÍ fyrir síðustu tvö árin, ásamt yfirliti yfir framlög ÍSÍ til sambandsaðila.

Ársskýrslu ÍSÍ 2021 má skoða hér.

Myndir með frétt