Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Að festa hreyfingu inn í rútínu

28.09.2020

Íþróttavika Evrópu stendur yfir frá 23. – 30. september í yfir 30 löndum víðsvegar um Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að fá Evrópubúa til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu hér á landi og í ár er sérstök áhersla á framhaldsskólaaldurinn og ýmislegt í boði fyrir framhaldsskólanema. Einnig er herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #beactiveiceland þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig og deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum.

Það er eitt af markmiðum ÍSÍ að fá sem flesta landsmenn til þess að hreyfa sig. Flestir ef ekki allir eru meðvitaðir um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna og vilja finna sér hreyfingu við hæfi. Þó hindranirnar geti verið margar þá er alltaf hægt að finna leiðir. Einna mikilvægast er að festa hreyfingu inn í sína daglegu rútínu. Hér á vefsíðu Íþróttaviku Evrópu má lesa nýjustu greinina á síðunni sem snýr að hreyfingu.

Vefsíða Íþróttaviku Evrópu á Íslandi er www.beactive.is og hér er Facebook síða BeActive á Íslandi