Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Myndaleikur Hjólað í vinnuna

16.05.2019

Hjólað í vinnuna hefur farið vel af stað og eru þátttakendur orðnir hátt í 6000 þetta árið. Vert er að minna þátttakendur á að það er skemmtilegur myndaleikur í gangi þar sem hægt er að vinna glæsilegan hjálm frá Nutcase. Hægt er að senda inn myndir í gegnum Instagram með myllumerkinu #hjoladivinnuna, á Facebook síðu Hjólað í vinnuna og í gegnum vefsíðu Hjólað í vinnuna. Einnig má senda inn myndbönd eða reynslusögur í gegnum vefsíðu Hjólað í vinnuna.

Tveir heppnir myndasmiðir verða dregnir út á Rás 2 ásamt því að besta myndin verður sérstaklega verðlaunuð í lok keppninnar.

Til gamans má sjá mynd sem Hafrannsóknastofnun sendi inn af hópnum sínum sem tekur þátt í Hjólað í vinnuna fyrir utan vinnustaðinn.

 

Um hjólað í vinnuna 
Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. - 28. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta. 

Vefsíða Hjólað í vinnuna.

Facebook síða Hjólað í vinnuna

Instagram síða Hjólað í vinnuna