Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

50 dagar til Ólympíuleika ungmenna

17.08.2018

Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG)  í borginni Buenos Aires í Argentínu. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika. Í dag eru 50 dagar þangað til setningarhátíð leikanna í Buenos Aires fer fram.

Kyndilhlaup leikanna hófst í La Plata í Buenos Aires þann 5. ágúst sl. undir myllumerkinu #UnitedByTheFlame. Hlaupið er með kyndilinn 14.000 km leið um Argentínu, frá suðri til norðurs, í 60 daga. Hægt er að fylgjast með ferðum kyndilsins hér.  Markmið kyndilhlaupsins er að vekja athygli á anda Ólympíuleika ungmenna sem er von, samstaða og friður og fá áhugasama til að deila sinni sögu um ólympísk gildi með myllumerkinu #UnitedByTheFlame. Gif mynd með loganum, eins og sjá má á mynd með fréttinni, er hægt að nálgast undir nafninu „Youth Olympic Flame“. Þann 6. október mun kyndillinn ná áfangastað sínum í miðborg Buenos Aires þar sem setningarhátíð leikanna fer fram. 

Ísland mun eiga ungan áhrifavald á leikunum, Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur, sundkonu. Fljótlega kemur í ljós hvaða íþróttafólk það er sem keppir fyrir Íslands hönd á leikunum.

Nálgast má nánari upplýsingar um kyndilhlaupið hér.

Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com