Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.10.2018 - 14.10.2018

Ársþing LH 2018

Ársþing Landssambands hestamanna verður...
18

Sumarfjarnámi ÍSÍ lokið

11.09.2017

Sumarfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Um 40 þjálfarar luku námi að þessu sinni. Þjálfararnir eru eins og áður búsettir mjög víða um landið og koma úr fjölmörgum íþróttagreinum. Sérgeinahluta námsins sækja þjálfararnir svo hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ. Allir sem luku námi á 1. stigi hafa fengið sent þjálfaraskírteini þar sem réttindin til þjálfunar koma fram ásamt lokaeinkunn. Þjálfarar sem luku námi á 2. stigi þurfa að koma með skírteinið til ÍSÍ til að fá staðfestingu á því stigi inn á skírteinið. Þeir nemendur þurfa að hafa minnst 6 mánaða starfsreynslu og að hafa sótt skyndihjálparnámskeiði sem er í gildi. Staðfesting á hvoru tveggja þarf að fara inn í þjálfaraskírteinið.

Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ og fjarnám framundan eru veittar hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is og í síma 514-4000 eða 863-1399.

Einnig má lesa sér til um þjálfaramenntun ÍSÍ á vefsíðu ÍSÍ hér.