Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
17

EYOF 2017 - Guðbjörg Jóna fimmta í 200

27.07.2017

Þá er úrslitahlaupi stúlkna í 200 metra hlaupi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar lokið. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti sinn besta árangur þegar hún hljóp á 24,06 og endaði í fimmta sæti. Því miður var vindur örlítið yfir leyfilegum mörkum.

Á morgun föstudag er komið að næst síðasta keppnisdegi. Brynjólfur Óli Karlsson keppir í 200m baksundi og Patrik Viggó Vilbergsson í 1500m skriðsundi. Í frjálsum íþróttum keppir Helga Margrét Haraldsdóttir í 100m grindahlaupi auk þess sem boðhlaupssveitin (Helga Margrét Óskarsdóttir, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Helga Margrét Haraldsdóttir) keppir í 4x100m. boðhlaupi stúlkna. Íslenska drengjaliðið mætir svo Dönum sem sker úr um það hvort liðið spili um fimmta eða sjöunda sæti á mótinu.

Myndir með frétt