Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Ríó 2016 - Hrafnhildur úr leik

11.08.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona lauk keppni á Ólympíuleikunum í Ríó fyrr í kvöld. Hrafnhildur synti á tímanum 2:24,41 í undanúrslitum 200 metra bringusunds kvenna sem tryggði henni ellefta sæti í keppninni. Hrafnhildur er fyrsta Íslenska konan sem kemst í undanúrslit á Ólympíuleikum í sundi í tvígang og varð í vikunni sú fyrsta til að komast í úrslitasund á Ólympíuleikum þegar hún tryggði sér sjötta sætið í 100 metra bringusundi.

Á myndinni sem fylgir má sjá Hrafnhildi að loknu undanúrslitasundinu í kvöld.