Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Fundur vegna þjálfaramenntunar

27.05.2015

ÍSÍ boðaði nýverið fulltrúa sérsambanda og -nefnda á fund þar sem farið var yfir þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar.  Fulltrúar 19 sérsambanda og -nefnda mættu á fundinn.  Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri fór yfir það menntakerfi sem íþróttahreyfingin hefur átt frá því fyrir síðustu aldamót.  Námsefni og fleira hefur verið uppfært reglulega miðað við bestu vitneskju í þessum fræðum hverju sinni.  

Fram kom að Viðar hefur í mörg ár verið í nefnd með færustu aðilum í þessum fræðum frá Íþrótta- og Ólympíusamböndum Norðurlandanna.  Nefndin hefur fundað í.þ.m. einu sinni á ári, borið saman bækur sínar og rætt um það nýjasta hverju sinni.  

Sum sérsambönd ÍSÍ eru að sinna þessum þætti afar vel en önnur eru styttra á veg komin.  Fram kom á fundinum að nokkur sérsambönd eru að vinna sérstaklega að því að bæta sinn hlut í menntun þjálfara þessa dagana.  Það er afar mikilvægt að sérsambönd bjóði þjálfurum upp á menntun í sérgreinaþætti námsins til jafns á við þá menntun sem ÍSÍ býður upp á í almennum þætti.  Annars ná þjálfarar ekki að ljúka stigunum því að ljúka þarf bæði almennum þætti og sérgreinaþætti til að ljúka hverju stigi fyrir sig.  Mjög jákvæðar umræður urðu á fundinum hvað varðar gildi þekkingar þjálfara og framboð menntunar í þessum fræðum.  Ætlunin er að boða til annars fundar um þessi mál á haustdögum.

Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og/eða í síma 514-4000/460-1467.