Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ heiðruð á ársþingi ÍF

14.05.2015

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram laugardaginn 25. apríl síðastliðinn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. 
Við þingsetningu var Ólafur Þór Jónsson gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands fatlaðra og honum einnig veitt æðsta heiðursmerki sambandsins. Ólafur Þór hefur setið í stjórn Íþróttasambands fatlaðra allt frá stofnun árið 1979 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs að þessu sinni.

Sex einstaklingar voru einnig sæmdir gullmerki Íþróttasambands fatlaðra fyrir störf þeirra í þágu íþrótta fatlaðra. Á meðal þeirra voru þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.  Aðrir sem hlutu gullmerki ÍF við þetta tækifæri voru Margrét Geirrún Kristjánsdóttir fráfarandi ritari stjórnar ÍF, Ludvig Guðmundsson læknir og fyrrum formaður læknaráðs ÍF, Ólafur Þórarinsson sundþjálfari hjá Íþróttafélaginu Firði og Guðrún Árnadóttir formaður Íþróttafélagsins Snerpu á Siglufirði.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Lárus L. Blöndal forseti, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Á myndunum sem hér fylgja má sjá annars vegar Ólaf Þór Jónsson heiðursfélaga ÍF og konu hans Margréti Friðþóru Sigurðardóttur og hins vegar fjóra af þeim sex einstaklingum sem heiðraðir voru með gullmerki ÍF ásamt formanni ÍF, Sveini Áka Lúðvíkssyni og varaformanni ÍF Þórði Árna Hjaltested.

 

Myndir með frétt