Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum

10.10.2014

Á mánudaginn næstkomandi, 13. október 2014, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um stefnumótun í afreksíþróttum. 

Á þessari ráðstefnu er ætlunin að fjalla um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum og velta upp þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við stefnumótun sambandsaðila og þeim árangri sem náðst hefur á alþjóðlegum vettvangi.

Jeroen Bijl frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands mun flytja erindi um afreksíþróttir í Hollandi, þ.e. hvernig Hollendingar hafa unnið að því að verða ein besta íþróttaþjóð í heimi og hvernig sérsambönd þar í landi starfa á þessu sviði. Jafnframt mun hann svara spurningum sem tengjast þeirra starfsemi og þá stefnumótun sem er í gangi í Hollandi.

Um allan heim eru þjóðir að horfa til Hollendinga og vinnu þeirra í afreksmálum. Holland er sú þjóð sem nær einna flestum verðlaunum á alþjóðlegum mælikvarða, þótt hún sé ekki sérstaklega fjölmenn eða með hæstu útgjöldin til þessara mála. Síðar þennan dag leikur íslenska landsliðið í knattspyrnu við það hollenska, en það þekkja allir þann frábæra árangur sem hollenska liðið hefur náð á síðustu árum.

Ráðstefnan er sérstaklega hugsuð fyrir þá aðila sem koma að afreksíþróttum hjá sérsamböndum ÍSÍ, en jafnframt þeim sem starfa að þessum málaflokki hjá íþróttahéruðum, íþróttafélögum og deildum þeirra, sveitarfélögum, o.s.frv.

En hvernig er staða stefnumótunar í afreksíþróttum á Íslandi og hvað getum við lært?

Á mánudaginn hefst dagskráin á því að Friðrik Einarsson, formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ setur ráðstefnuna og segir frá því starfi sem ÍSÍ stendur fyrir í afreksmálum. Næsta vor fer fram Íþróttaþing ÍSÍ og á undanförnum Íþróttaþingum ÍSÍ hafa afreksíþróttir verið til umræðu. Það er því mikilvægt að reglulega sé verið að fjalla um þætti sem tengjast málaflokknum og þá framtíðarsýn sem sambandsaðilar hafa.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ mun síðan fjalla um afreksíþróttir og afreksstefnur á Íslandi. Hann mun segja frá niðurstöðum könnunar sem er í gangi varðandi afreksstefnur, en hægt er að svara henni á slóðinni: http://questionpro.com/t/ALFjLZRfpl 

Andri mun fara yfir helstu þætti í afreksstefnu ÍSÍ og hlutverk sambandsaðila hvað varðar þá áhersluþætti. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu ÍSÍ hér

Jafnframt mun hann fjalla um gerð afreksstefna hjá sambandsaðilum, en finna má afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ á síðunni: http://isi.is/afreksithrottir/afreksstefnur-sersambanda/

Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mun fjalla um stjórnvöld og afreksíþróttir. Mun hann segja frá aðkomu stjórnvalda að þessum málaflokki. Hvað varðar opinbert efni um málaflokkinn má benda á Íþróttalögin 

og Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum 

Annað útgefið efni frá ráðuneytinu um íþrótta- og æskulýðsmál má finna á slóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/ithrottiraeskulydsmal/utgefid/

En það eru ekki eingöngu ÍSÍ og stjórnvöld, þ.e. ríki og sveitarfélög, sem koma að þessari stefnumótun heldur eru það sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. íþróttahéruð og sérsambönd sem tengjast best íþróttafélögum og öllum þeim iðkendum sem stunda íþróttir.

Kjartan Freyr Ásmundsson, frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) mun fjalla um hlutverk íþróttahéraða í afreksstarfi, en ÍBR er stærsta íþróttahérað landsins og tengist afreksmálum á margan hátt. Mikilvægi íþróttaviðburða eins og RIG (Reykjavík International Games), samningar við sveitarfélagið og leiðandi hlutverk í fjölmörgum málum sem snúa að afreksíþróttum er eflaust eitthvað sem Kjartan mun fjalla um í sínu erindi. Upplýsingar um starfsemi ÍBR má finna á heimasíðunni: http://www.ibr.is

Að þessu sinni var leitað til þriggja sérsambanda varðandi erindi á ráðstefnunni og hafa þeirra fulltrúar mismunandi nálgun í sínum erindum.

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), mun fjalla um stefnumótun í knattspyrnu. Árangur landsliða Íslands í knattspyrnu hefur verið glæsilegur á undanförnum árum og margt er í gangi hjá sambandinu sem snýr að afreksmálum. Arnar mun segja frá þeirri vinnu sem er í gangi varðandi stefnumótun og framtíðarsýn. Heimasíða KSÍ: http://www.ksi.is 

Ekki er langt síðan A-landslið karla í körfuknattleik vann sér þátttökurétt á lokamóti EM 2015. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands mun fjalla um KKÍ og það afreksstarf sem er í gangi hjá sambandinu. Kom þessi árangur á óvart eða hefur markvisst verið unnið að því að ná svona langt á undanförnum árum? Heimasíða KKÍ: http://www.kki.is

Þriðja sérsambandið sem segir frá sínu afreksstarfi er Sundsamband Íslands. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundssambands Íslands (SSÍ) mun fjalla um afreksstefnu án fjármagns, en sambandið hefur farið í gegnum margskonar stefnumótun á síðustu árum sem snýr að afreksstarfi. Keppendur í sundi taka þátt í nánast öllum þeim Ólympísku verkefnum sem eru á dagskrá ÍSÍ auk annarra verkefna á vegum alþjóðasambanda. Hvaða umfang ræður sérsamband eins og SSÍ við gagnvart sínu afreksstarfi og því íþróttafólki sem stefnir á þátttöku á stærstu viðburðum í heimi? Heimasíða SSÍ http://www.sundsamband.is/

Án þess að gera upp á milli íþróttafélaga þá má segja að Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ hafi náð einna lengst hvað varðar árangur á íslenskan mælikvarða á undanförnum misserum. Hvort sem það eru Íslands-, eða bikarmeistaratitlar og nánast óháð þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá félaginu má segja að árangurinn hafi verið frábær. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ, mun fjalla um megin áhrifavalda í afreksstarfi Stjörnunnar. Hvaða leyndarmál eru til í Garðabænum? Heimasíða Stjörnunnar http://stjarnan.is/

Eftir þessi erindi verður boðið upp á umræður og reynt verður að svara þeim spurningum sem þátttakendur vilja fá svör við. Stutt samantekt verður á þessum þætti en síðan verður gefið stutt hlé. Hádegismatur verður til sölu hjá Café easy, á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Kl. 12:05 hefst dagskráin aftur og mun Jeroen Bijl, frá NOC*NSF í Hollandi sem er Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands, fjalla um afreksíþróttir í Hollandi. Mun hann segja frá skipulagi afreksíþrótta í Hollandi og þeim markmiðum sem þar eru varðandi árangur og skipulag sérsambanda. Hollendingar lögðu fram metnaðarfulla stefnu fyrir nokkrum árum og heitir hún Sport Agenda 2013-2016. Hægt er að lesa sér til um hana á slóðinni: http://www.nocnsf.nl/cms/showpage.aspx?id=10980 Þá eru fjölmargar upplýsingar á ensku um afreksstarfið í Hollandi á heimasíðu NOC*NSF: http://www.nocnsf.nl/en

Að loknu erindinu frá Jeroen Bijl mun Adolf Ingi Erlingsson spyrja hann spurninga og gefa fundarmönnum jafnframt færi á að spyrja frekar um starfið í Hollandi.

Ráðstefnan verður tekinn upp og gerð aðgengileg á heimasíðu ÍSÍ, auk þess sem að glærur fyrirlesara verða birtar á vefnum. 

Ýmislegt annað efni um afreksíþróttir er til á netinu og má benda áhugasömum á að kynna sér það nánar. Þannig er til alþjóðleg rannsókn um afreksíþróttir sem heitir SPLISS II. Hægt er að lesa um rannsóknina hér 

Í Danmörku hefur einnig verið gerð samantekt um þessa SPLISS II rannsókn hér 


Ýmislegt útgefið efni um afreksíþróttir er til hjá Team Danmark: http://www.teamdanmark.dk/Om-Team-Danmark/Udgivelser.aspx

Þar er einnig samantekt á styrkjakerfi Team Danmark 2013-2016: http://www.e-pages.dk/teamdanmark/69/ 

Síðast en ekki síst má benda á Olympiatoppen í Noregi og það efni sem til er á þeirra síðu: http://www.olympiatoppen.no/om_olympiatoppen/page714.html