Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Íþróttafélög og mannvirki í Fjarðabyggð heimsótt

13.09.2014

Öflugt íþróttastarf er í Fjarðabyggð á Austurlandi, en sveitarfélagið nær allt frá Stöðvarfirði og yfir á Mjóafjörð. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ heimsótti Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð og Neskaupsstað í dag og fékk frábæra leiðsögn heimamanna um íþróttamannvirki og starfsemi íþrótta- og ungmennafélaganna á svæðinu. Glæsileg íþróttamannvirki eru víða í sveitarfélaginu og íþróttastarfið fjölbreytt. Alls staðar var vel tekið á móti forseta, framkvæmdastjóra og fulltrúum ÍSÍ sem kunnu vel að meta gestrisnina og fræðsluna um íþróttastarfið og uppbyggingu á svæðinu.  Meðal annarra sem liðsinntu forseta ÍSÍ og ferðafélögum var Guðmundur Halldórsson íþrótta- og tómstundafulltrúi í Fjarðabyggð sem er hér á meðfylgjandi mynd ásamt forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ að skoða golfvöllinn á Eskifirði..