Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

10.06.2013

ÍSÍ og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa undirritað samning sem gildir frá 2. júlí næstkomandi þar til 1. ágúst 2014, um afsláttarkjör í innanlandsflugi FÍ - svokölluð ÍSÍ-fargjöld.   Núgildandi samningur gildir til 2. júlí nk. en með undirritun nýs samnings er sambandsaðilum ÍSÍ og aðildarfélögum þeirra gert kleift að bóka ferðir á gildistíma nýja samningsins.

Flugfélag Íslands hefur verið traustur samstarfsaðili ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar um langt skeið og þjónusta þeirra gegnir mikilvægu hlutverki í íþróttalífi landsmanna. ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína og aðildarfélög þeirra til að kynna sér nýja samninginn vel og nýta sér afsláttarkjörin.  Samninginn má sjá hér og einnig undir efnisveitu hér á heimasíðu ÍSÍ, undir liðnum „Samningur við Flugfélag Íslands”.  Þar er einnig að finna núgildandi samning.

 Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður Sölu- og markaðssviðs FÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ  við undirritun samningsins.