Beint á efnisyfirlit síðunnar

28.03.2017

Samtök íslenskra Ólympíufara

Stjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara heldur reglulega stjórnarfundi í íþróttamiðstöðinni. Á síðasta fundi, í gær mánudaginn 27. mars, fékk stjórnin gest í heimsókn, hann Guðmund Gíslason fyrrverandi formann samtakanna. Hann var kallaður til þar sem stjórnin er að fjalla um nýtt verkefni sem snýr að söfnun ljósmynda og hreyfimynda frá félagsmönnum.
Nánar ...
28.03.2017

Kennsla á hjartastuðtæki

Í dag fór fram kennsla á hjartastuðtæki fyrir starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Sigríður Einarsdóttir, starfsmaður HealthCo,. sýndi þátttakendum hvernig nota á tækið í neyð.
Nánar ...
28.03.2017

Hlín heiðruð á ársþingi SSÍ

Ársþing Sundsambands Íslands (SSÍ) fór fram í fundarsal SÁÁ, Efstaleiti 7, dagana 24.-25. mars síðastliðinn. Þingstörf gengu vel og var mikill einhugur í þingfulltrúum við afgreiðslu tillagna. Kosið var í stjórn sambandsins en hana skipa: Hörður Oddfríðarson formaður, Björn Sigurðsson, Hilmar Örn Jónasson, Jón Hjaltason, Jóna Margrét Ólafsdóttir, Bjarney Guðbjörnsdóttir, Elsa María Guðmundsdóttir,
Nánar ...
27.03.2017

Glæsileg ráðstefna um stjórnun íþróttafélaga

Ráðstefnan Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál? fór fram í Öskju í Háskóla Íslands í dag. Aðgangur var ókeypis en færri komust að en vildu því uppselt var á ráðstefnuna. Um 150 manns voru skráðir og vegna aðsóknar þurfti að færa hana úr upprunalega auglýstu húsnæði í Odda yfir í Öskju eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Einhver forföll urðu þó á síðustu stundu þar sem ekki var flogið innanlands
Nánar ...
27.03.2017

Sveinn Áki sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Hótel Sögu laugardaginn 25. mars sl.​ Sveinn Áki Lúðvíksson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í embætti formanns sambandsins og var Þórður Árni Hjaltested, sem gegnt hefur embætti varaformanns undanfarin ár, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Nánar ...
24.03.2017

Haukur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ársþing Taekwondosambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 22. mars 2017. Fram kom á fundinum að fjárhagsstaða sambandsins er afar góð og hefur skapast tækifæri til að styrkja enn frekar umgjörð íþróttarinnar á Íslandi.
Nánar ...
23.03.2017

Heimsráðstefna WADA

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin hélt sína árlegu heimsráðstefnu í Lausanne dagana 13.-15. mars. Meginþema ráðstefnunnar voru rödd íþróttafólksins í lyfjamálum, uppfyllingarskilyrði eftirlits og regluverk um- og hvatning til ábendinga (whistleblowing).
Nánar ...
23.03.2017

Tengill á ráðstefnuna Að stjórna íþróttafélagi - ekkert mál?

Uppselt er á ráðstefnuna Að stjórna íþróttafélagi - ekkert mál? sem fram fer í Öskju á morgun föstudaginn 24. mars í samstarfi ÍSÍ og HÍ. Ráðstefnan verður tekin upp en einnig mun verða sýnt beint frá henni og er tengillinn https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=4c7bec59-a86a-447e-b87c-a3274f0e2e94
Nánar ...
22.03.2017

97 milljónum úthlutað úr Ferðasjóði íþróttafélaga

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2016. Til úthlutunar að þessu sinni voru 97 milljónir króna. Styrkirnir voru greiddir beint til félaga og deilda 3. mars sl. en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni pr. íþróttahérað.
Nánar ...
22.03.2017

Vinnufundur um afreksíþróttir

Laugardaginn 18. mars sl. stóð Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fyrir vinnufundi með fulltrúum sambandsaðila ÍSÍ. Um 40 manns frá sérsamböndum og íþróttahéruðum mættu á fundinn og ræddu skilgreiningar á afreksíþróttum, afrekum og árangri og þá sérstaklega þær hugmyndir sem vinnuhópur um endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ skilaði af sér nýverið.
Nánar ...
21.03.2017

Heiðranir á ársþingi USÚ

Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts fór fram í gistiheimilinu Hoffelli 16. mars. Þingið var ágætlega sótt, 29 fulltrúar af 41 mættu frá flestum félögum. Stjórn USÚ var endurkjörin en hana skipa: Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður, Kristján Örn Ebenezarson, ritari og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  30