Beint á efnisyfirlit síðunnar

07.03.2017

FSu fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Körfuknattleiksfélag FSu fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ í desember árið 2011. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti félaginu viðurkenninguna. Viðburðurinn var einkar skemmtilegur þar sem afhendingin fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans, Iðu á Selfossi í hálfleik á leik FSu gegn Fjölni í 1. deild karla. Sveitarfélagið Árborg styrkir íþróttafélög innan sveitarfélagsins sérstaklega ef þau hafa viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög. Á myndinni er Sigríður Jónsdóttir ásamt forystumönnum félagsins og ungum iðkendum þess.
Nánar ...
06.03.2017

Nýr formaður kjörinn á ársþingi Kraftlyftingasambandsins

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í 7.sinn sunnudaginn 26. febrúar sl í Laugardal. 23 fulltrúar frá 10 félögum sóttu þingið, en veður og ófærð hamlaði ferðum sumra. Við upphaf þingsins var Helga Haukssyni, alþjóðadómara, veitt gullmerki Kraftlyftingasambandsins fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar kraftlyftingaíþróttarinnar.
Nánar ...
06.03.2017

ÍSÍ boðið formlega til þátttöku í PyeongChang 2018

Alþjóðaólympíunefndin sendi nýlega öllum ólympíunefndum formlegt boð til þátttöku í XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ staðfesti þátttöku Íslands á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ 2. mars sl.​
Nánar ...
03.03.2017

Fyrirlestur Hajo Seppelt á Vimeo

Þann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknarblaðamaðurinn Hajo Seppelt var með erindi. Hann gerði heimildamyndir sem þóttu sanna skipulagt lyfjamisferli í Rússlandi. Lyfjahneykslið sem komst í hámæli í nóvember árið 2014, hafði áhrif á alla heimsbyggðina, þá sérstaklega hvað varðar Ólympíuleikana í Ríó 2016.
Nánar ...
01.03.2017

Dímon fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Dímon á Hvolsvelli fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hvolsvelli 26. febrúar síðastliðinn. Alls hlutu sex af sjö deildum félagsins viðurkenninguna að þessu sinni og stefnt er að viðurkenningu fyrir þá sjöundu fljótlega. Deildirnar sex hafa þessu viðurkenningu í fjögur ár og þurfa þá að sækja um endurnýjun hennar til ÍSÍ.
Nánar ...
28.02.2017

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, til þátttöku á námskeiði ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun
Nánar ...
27.02.2017

Reinharð sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Karateþing var haldið laugardaginn 25. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 30 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, sótti þingið af hálfu ÍSÍ. Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ til 11 ára, var sæmdur Gullmerki ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, fyrir stjórnunarstörf í karatehreyfingunni.
Nánar ...
27.02.2017

Fyrirlestur Michael Rasmussen á Vimeo

Þann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Michael Rasmussen var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Fyrrum Tour de France keppandinn viðurkenndi eftir feril sinn stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong og því afar áhugavert að heyra erindi þessa fyrrum hjólreiðamanns.
Nánar ...
27.02.2017

Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál ?

Þessi ráðstefna hefur það að markmiði að efla samstarf háskólasamfélagsins og þeirra aðila sem koma því starfi sem fram fer innan íþróttafélaga og fá fram umræðu um ýmis málefni og álitamál sem varða stjórnun og rekstur þeirra.
Nánar ...
26.02.2017

Gunnar Jóhannesson endurkjörinn formaður ÍS

Ársþing íþróttabandalags Suðurnesja var haldið 23. febrúar í Gjánni í Grindavík kl. 20.05 - 21.30. Þingið sóttu 22 fulltrúar frá átta af þeim níu aðildarfélögum sem skráð eru innan vébanda sambandsins. Gunnar Jóhannesson formaður sambandsins flutti munnlega skýrslu stjórnar og gjaldkeri endurskoðaða reikninga.
Nánar ...

    Á döfinni

    06.04.2017 - 06.04.2017

    Ársþing ÍA 2017

    Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
    27