Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.10.2018 - 14.10.2018

Ársþing LH 2018

Ársþing Landssambands hestamanna verður...
21

18.10.2013

Vel sótt ráðstefna um farsæla öldrun

Ráðstefnan Farsæl öldrun sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær var vel sótt, en um 130 manns hlýddu á erindin. Ráðstefnan var samstarfsverkefni menntavísindasviðs HÍ og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og
Nánar ...
10.10.2013

Ráðstefna um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir ráðstefnu um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi í samstarfi við Háskóla Íslands. Ráðstefnan, Farsæl öldrun, verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. október. Meðal fyrirlesara verða Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ, Hermann Sigtryggsson, formaður nefndar um íþróttir 60+ á vegum íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir við LSH, Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið HÍ, Svanhildur Þengilsdóttir, yfirmaður þjónustudeildar aldraðra í Kópavogi, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ, Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ, Gylfi Magnússon, dósent við Félagsvísindasvið HÍ og Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þátttaka er án endurgjalds. Skráning á www.skraning@isi. fyrir þriðjudaginn 15. október. Nánari dagskrá má finna hér.
Nánar ...
10.10.2013

Fjarnám 2. stigs hefst 14. október!

Haustfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 14. október næstkomandi. Enn eru laus pláss í námið og um að gera að bregðast skjótt við. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Námskeiðsgjald er kr. 18.000.- Minnt er á 20% afslátt sem veittur er þeim þátttakendum sem koma frá íþróttafélögum/deildum sem hafa viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög/-deildir. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467.
Nánar ...
09.10.2013

Forseti ÍSÍ heimsótti skóla á Forvarnardaginn

Forvarnardagurinn 2013 var haldinn 9. október að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík með stuðning Actavis.
Nánar ...
09.10.2013

Undirritun samninga við ÍSÍ

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus L. Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirrituðu fjóra samninga um fjárframlög á fjárlögum 2013. Með samningunum eru samskipti ráðuneytisins við ÍSÍ formfest hvað fjármál varðar og einnig er orðið við almennum tilmælum Ríkisendurskoðunar um að gerðir séu samningar um fjárframlög á fjárlögum.
Nánar ...
07.10.2013

Forvarnardagurinn 2013

Forvarnardagurinn 2013 var kynntur á blaðamannafundi í Háaleitisskóla í morgun að viðstöddum forseta Íslands, borgarstjóra, formanni sambands íslenskra sveitarfélaga og forystumönnum úr þeim þremur stóru fjöldasamtökum sem standa að deginum, ÍSÍ, UMFÍ og skátunum.
Nánar ...
03.10.2013

Fjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun hefst 7. október!

Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 7. október næstkomandi. Skráning hefur verið góð en enn eru laus pláss í námið sem er allt í fjarnámi og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Um að gera að skella sér í frábært nám sem gefur réttindi og þekkingu til að takast á við frábært starf við íþróttaþjálfun. Allar frekari upplýsingar gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.
Nánar ...
03.10.2013

Keppnin er hafin í Framhaldsskólakeppninni

Lífshlaup framhaldsskólanna hefst í dag, 3. október og stendur til og með 16. október. Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. Enn er hægt að skrá sig til leiks. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.
Nánar ...
01.10.2013

Lífshlaup framhaldsskólanna hefst 3. október

Lífshlaup framhaldsskólanna verður haldið í annað sinn dagana 3.-16. október. Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.
Nánar ...
27.09.2013

Úrslit Hjólum í skólann 2013

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað. Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá...
Nánar ...
25.09.2013

Hjólum í skólann lokið

Hjólum í skólann fór fram í fyrsta sinn dagana 16. – 20. september. 17 framhaldsskólar voru skráðir til leiks, tæplega 50% allra framhaldsskóla landins, með 2.357 nemendum og starfsmönnum. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparaðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað. Þess má geta að...
Nánar ...