Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

2019 Svartfjallaland

Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
29.05.2019

Sýndu mikinn karakter í framlengingu

Sýndu mikinn karakter í framlenginguÍslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76. Íslendingarnir byrjuðu vel og voru 22:14 yfir eftir fyrsta leikhluta og 34:21 í hálfleik. Seint í þriðja leikhluta var Ísland 49:30 yfir en Malta setti síðustu 8 stigin og minnkaði muninn. Þeir héldu áfram að sækja í framhaldinu og voru komnir með nokkurra stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Ísland sýndi mikinn karakter með því að koma sér inn í leikinn aftur og voru þremur stigum yfir þegar rúmar 6 sekúndur voru eftir. Malta jafnaði og lokaskot Íslands geigaði og því þurfi að framlengja.
Nánar ...
29.05.2019

Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik

Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleikÍslenska kvenna­landsliðið í körfuknatt­leik beið lægri hlut fyr­ir sterku liði Svart­fjalla­lands 81:73 í öðrum leik sín­um á Smáþjóðal­eik­un­um í Svar­tfjalla­landi í dag. Íslenska liðið átti góðan leik gegn svartfellska liðinu. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35.
Nánar ...
29.05.2019

Góður dagur í sundinu

Góður dagur í sundinuÞá er öðrum keppnisdeginum í sundi lokið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Veðrið á keppnisstað var betra í dag, þurrt og bjart. Dagurinn skilaði Íslendingum þrennum gullverðlaunum, einum silfurverðlaunum, tvennum bronsverðlaunum, HM lágmarki og einni bætingu á tíma auk þess sem Anton Sveinn nánast tryggði sér farseðilinn til Tókýó 2020.
Nánar ...
29.05.2019

Guðbjörg Jóna með gull

Guðbjörg Jóna með gull Fyrsta keppnisdegi af þremur í frjálsíþróttum er lokið á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar áttu tólf keppendur á þessum fyrsta keppnisdegi og hlutu þau ein gullverðlaun, þrjú silfur og eitt brons.
Nánar ...
29.05.2019

Hreykinn og stoltur Heiðursforseti ÍSÍ

Hreykinn og stoltur Heiðursforseti ÍSÍEllert B. Schram, Heiðursforseti ÍSÍ, er staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í boði ÍSÍ til að fylgjast með íslenska hópnum í keppni á leikunum. Þegar starfsmenn ÍSÍ hittu Ellert í dag þá var hann nýkominn í sundhöllina í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, til að fylgjast með keppni í sundi, eftir að hafa horft á kvennalandsliðið í blaki vinna góðan sigur á San Marínó í Budva.
Nánar ...
29.05.2019

Ósigur í blaki karla í dag

Ósigur í blaki karla í dagÍslenska karlalandsliðið í blaki keppti við San Marínó á Smáþjóðaleikunum í dag. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum á miðjunum, Theódóri Óskari Þorvaldssyni og Ævari Frey Birgissyni á köntunum, Bjarka Benediktssyni í díó, Mána Matthíassyni í uppspil og Ragnari Inga Axelssyni í stöðu frelsingja.
Nánar ...
29.05.2019

Enn gert hlé á tenniskeppninni

Enn gert hlé á tenniskeppninniKeppni í tennis átti að hefjast í gær, en vegna mikillar rigningar var keppni frestað. Í dag rigndi einnig og var brugðið á það ráð að þurrka vellina með svömpum. Aðstæður voru metnar reglulega yfir daginn, en seinnipartinn þótti skipuleggjendum í lagi að hefja tenniskeppnina. Rafn Kumar keppti á móti Alex Knaff frá Lúxemborg, en honum var raðað nr.2 í mótið. Rafn spilaði vel, en Knaff meiddist í leiknum og varð því að gefa leikinn. Rafn er því kominn áfram í 8 liða úrslit.
Nánar ...
29.05.2019

Blakstelpurnar unnu með yfirburðum

Blakstelpurnar unnu með yfirburðumÍslenska kvennalandsliðið í blaki mætti San Marínó í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Unni Árnadóttur og Gígju Guðnadóttur á miðjunum, Ana Maria Vidal Bouza í uppsil, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Kristinu Apostolovu í stöðu frelsingja.
Nánar ...
29.05.2019

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennis

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennisLiðakeppni í borðtennis hélt áfram í dag. Íslenska kvennalandsliðið mætti heimakonum frá Svartfjallalandi í síðasta leik riðlakeppninnar, en eftir 3-0 tap gegn þeim er ljóst að landsliðið komst ekki upp úr riðli sínum og er því úr leik.
Nánar ...
29.05.2019

Fagteymi Íslands á Smáþjóðaleikunum

Fagteymi Íslands á SmáþjóðaleikunumSmáþjóðaleikarnir fara fram um þessar mundir. Nokkrir valinkunnir aðilar annast heilbrigðisþjónustu við íslenska hópinn. Það eru þau Örnólfur Valdimarsson læknir, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sjúkraþjálfararnir Unnur Sædís Jónsdóttir, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Jóhannes Már Marteinsson og Sædís Magnúsdóttir.
Nánar ...
29.05.2019

Góður stuðningur frá foreldrum keppenda

Góður stuðningur frá foreldrum keppendaHér á Smáþjóðaleikunum er nokkur hópur foreldra og annarra ættingja sem kominn er hingað til Svartfjallalands til að fylgjast með sínu fólki á leikunum og styðja íslenska hópinn í keppni.
Nánar ...
29.05.2019

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftir

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftirKeppni í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum hefst á eftir. Fyrsta grein hefst klukkan 16:00 og sú síðasta 19:50 að staðartíma. Ísland er tveimur tímum á eftir Svartfjallalandi. Ekki er sýnt beint frá mótinu en á heimasíðu mótsins má fylgjast með úrslitum jafnóðum. Hana má finna hér. Alls keppa 12 Íslendingar á fyrsta keppnisdegi.
Nánar ...