Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

11.08.2016

Ríó 2016 - Þormóður keppir

Ríó 2016 - Þormóður keppirÞormóður Árni Jónsson keppir í +100kg flokki í júdó á morgun föstudag. Andstæðingur Þormóðs í fyrstu umferðinni er Pólverjinn Maciej Sarnacki.
Nánar ...
11.08.2016

Ríó 2016 - Guðni Valur í seinni kasthópi

Ríó 2016 - Guðni Valur í seinni kasthópiNú hefur hópaskipting verið birt í kringlukasti karla sem fer fram á morgun föstudag. Okkar maður Guðni Valur Guðnason er fyrstur í kaströð í kasthópi B sem hefur keppni kl. 10.55 (13.55 að íslenskum tíma).
Nánar ...
11.08.2016

Ríó 2016 - Sýndarveruleiki í Ríó

Ríó 2016 - Sýndarveruleiki í RíóBandaríska fréttastöðin NBC er með glæsilega heimasíðu tileinkaða Ólympíuleikunum sem vert er að skoða. NBC tilkynnti fyrir Ólympíuleika að stöðin myndi vera með a.m.k. 85 klukkutíma umfjöllun um leikana í formi sýndarveruleika. Þeim tókst vel til, en áhugasamir geta skoðað borgina Ríó nánast eins og þeir séu á staðnum. Hægt er að sjá veitingastaði, götur, strendur og fleira í Ríó í gegnum heimasíðurnar Virtual Tour og Rio Virtual Tour City. ​Flott verkefni hjá NBC sem er fyrsta sinnar tegundar í kringum íþróttaviðburðinn.
Nánar ...
11.08.2016

Ríó 2016 - Hrafnhildur úr leik

Ríó 2016 - Hrafnhildur úr leikHrafnhildur Lúthersdóttir sundkona lauk keppni á Ólympíuleikunum í Ríó fyrr í kvöld. Hrafnhildur synti á tímanum 2:24,41 í undanúrslitum 200 metra bringusunds kvenna sem tryggði henni 11 sæti í keppninni.
Nánar ...
10.08.2016

Ríó 2016 - Fréttir og myndir

Það ber margt á dagana hjá íslenska hópnum á Ólympíuleikunum í Ríó. Hægt er að fylgjast með fréttum hér á síðunni en einnig skoða myndir á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
10.08.2016

Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinn

Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinnÍslenskt íþróttafólk þarf ekki að sakna íslenska fisksins á meðan á Ólympíuleikunum stendur því það getur fengið sér saltaðan þorsk, frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísí hf. í Grindavík, í mötuneyti Ólympíuþorpsins. Íþróttafólk og aðrir þorpsbúar geta gætt sér á mat frá hinum ýmsu heimshornum, allan sólarhringinn, í mötuneytinu.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sæti

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sætiAnt­on Sveinn McKee keppti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mín­út­um, en það er rúmri sek­úndu frá Íslands­meti hans, sem hann setti í fyrra. Þessi tími tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Ant­on var mjög ná­lægt því að kom­ast áfram, eða 13/100 úr sek­úndu. Ant­on hef­ur þar með lokið keppni á leik­un­um.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðum

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðumÞær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir voru viðstaddar setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó s.l. föstudagskvöld. Í beinu framhaldi héldu þær ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Terry Mchuch í æfingabúðir í bæinn Penedo sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Ríó.
Nánar ...