Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

2019 Sarajevó og Austur-Sarajevó

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2019 fór fram í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu og Herzegóvínu 9. - 16. febrúar.

Vefsíða hátíðarinnar

Facebook síða hátíðarinnar

Öll úrslit má finna hér.

Íslenskir keppendur

 

 

 

 

09.02.2019

Fylgstu með íslenskum keppendum EYOWF á SnapChat

Fylgstu með íslenskum keppendum EYOWF á SnapChatVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9. - 16. febrúar. Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra.
Nánar ...
05.02.2019

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í SarajevoVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu frá 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Lukkudýr hátíðarinnar er Groodvy sem á íslensku þýðir „Snjóbolti“. Aðdáendur samfélagsmiðla Ólympíuhátíðarinnar fengu að velja lukkudýrið úr þremur tillögum.
Nánar ...
18.01.2019

Hópurinn sem fer á EYOWF Sarajevo

Hópurinn sem fer á EYOWF SarajevoFramundan er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vetrarleikar. Verða leikarnir nú haldnir í fjórtánda sinn. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá því þeir voru haldnir í fyrsta sinn. Vetrarhátíðin fer að þessu sinni fram í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Keppendur koma frá 46 Evrópuþjóðum og verða yfir eitt þúsund talsins. Íslendingar munu eiga 13 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Á fundi Framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem haldinn var 17. janúar voru tilnefningar frá Skíðasambandi Íslands (SKÍ) og Skautasambandi Íslands (ÍSS) um keppendur, flokksstjóra og þjálfara til þátttöku á leikunum samþykktar. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
16.01.2019

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - 25 dagar til leika

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - 25 dagar til leikaÍ ár fer fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar vetrar- og sumarútgáfa. Sumarhátíðin fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Verður þetta í fimmtánda skiptið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram að sumri til, en í fjórtánda sinn sem vetrarhátíðin er haldin.
Nánar ...
15.02.2017

Þriðja keppnisdegi lokið

Þriðja keppnisdegi lokiðÁ þriðja keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar áttum við ​keppendur í listskautum, svigi stúlkna og brettaati drengja.
Nánar ...
14.02.2017

Öðrum keppnisdegi lokið í Erzurum

Öðrum keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem nú fer fram í Erzurum í Tyrklandi er nú lokið. Í dag áttum við fulltrúa í skíðagöngu og stórsvigi.
Nánar ...
14.02.2017

Fararstjórnin í Erzurum

Fararstjórnin í ErzurumNú stendur yfir Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Erzurum í Tyrklandi. Það eru ekki einungis keppendur sem hafa staðið í ströngu þessa dagana heldur er einnig öflugt teymi þeim til aðstoðar.
Nánar ...
13.02.2017

Fyrsta keppnisdegi EYOWF lokið

Fyrsta keppnisdegi EYOWF lokiðÍ dag hófst keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum. Stúlkurnar María Finnbogadóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kepptu í stórsvigi og stóðu sig með sóma. María varð í 19. sæti og með þriðja besta tímann í sínum árgangi. Harpa María varð í 32. sæti, Katla Björg varð í 33. sæti og Sigríður varð í 39. sæti. Í stuttu prógrammi á listskautum keppti Herdís Birna Hjaltalín. Hún varð í 19. sæti.
Nánar ...
13.02.2017

Sýnt beint frá Erzurum

Sýnt beint frá ErzurumSýnt er beint frá Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum frá 12. - 17. febrúar á vefsíðu hátíðarinnar
Nánar ...