Beint á efnisyfirlit síðunnar

 • 11.07.2017 09:02

  Hópurinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

  Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest tilnefningar sérsambanda um þátttakendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Györ í Ungverjalandi 23.-29. júlí. Að þessu sinni er hópurinn óvenju fjölmennur, alls 34 íþróttamenn úr 6 íþróttagreinum. Með fararstjórn, þjálfurum og dómurum telur hópurinn 51 þátttakanda.
  Sjá nánar
  28.04.2017 08:45

  Fararstjórafundur í Györ

  Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Györ í Ungverjalandi dagana 23. - 29. júlí nk. Afar góð skráning er á hátíðina en allar Ólympíunefndir í Evrópu munu þar eiga keppendur. Alls verða þátttakendur rúmlega 3.700.
  Sjá nánar
  30.07.2015 16:46

  Fulltrúar ÍSÍ í Tbilisi

  Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru viðstödd setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar
  Sjá nánar
  28.04.2015 10:31

  Fararstjórafundur Tbilisi

  Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Tbilisi í Georgíu 26. júlí - 1. ágúst. n.k. Nýverið var haldin kynning fyrir þátttökuþjóðum á aðstæðum og skipulagi mótsins.
  Sjá nánar
  16.07.2013 23:08

  Síðustu leikar dr. Jacques Rogge í embætti

  Dr. Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC, mun láta af embætti forseta síðar á þessu ári. Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, sem fara í Utrecht í Hollandi þessa dagana eru síðustu leikarnir sem Rogge mætir til sem forseti IOC og af því tilefni var haldin látlaus athöfn honum til heiðurs í Ólympíuþorpi 1 í Utrecht.
  Sjá nánar
  14.07.2013 15:05

  Fánaberi Íslands á EYOF 2013

  Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni fer Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fram kl. 20:00 í kvöld á Galgenwaard Stadium í Utrecht í Hollandi.
  Sjá nánar
  14.07.2013 14:58

  Forseti ÍSÍ í heimsókn á EYOF

  Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, heimsótti í dag Ólympíuþorpið í Utrecht, þar sem íslensku þátttakendurnir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar dvelja.
  Sjá nánar
  14.07.2013 12:37

  Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í dag

  Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar verða settir formlega kl. 20:00 í dag á Galgenwaard Stadium í Utrecht í Hollandi. Íslenski hópurinn kom til Utrecht upp úr hádegi í gær og hefur komið sér vel fyrir í Ólympíuþorpinu.
  Sjá nánar
  10.07.2013 16:48

  Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar framundan

  Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar - EYOF 2013 hefjast 14. júlí næstkomandi í Utrecht í Hollandi. ÍSÍ sendir 19 ungmenni til hátíðarinnar til keppni í fimm íþróttagreinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, sundi og tennis. Þátttakendur á sumarleikunum að þessu sinni verða hátt á þriðja þúsund frá 49 Evrópuþjóðum en alls verður keppt í níu íþróttagreinum á leikunum.
  Sjá nánar
  • Á döfinni

   24